Stefán Bogi tekur slaginn í Austrakjallaranum

Stefán Bogi Sveinsson, framkvæmdastjóri UÍA, tilkynnti í morgun um framboð sitt í prófkjöri Framsóknarflokksins á Fljótsdalshéraði fyrir komandi bæjarstjórnarkosningar. Þetta tilkynnti hann félögum sínum á reglulegum laugardagsfundi Framsóknarmanna í Austrakjallaranum á Egilsstöðum. Stefán sækist eftir fyrsta sæti á lista Framsóknarflokksins.

 "Það er komin veruleg valdþreyta hjá meirihlutanum og því miður hefur það orðið of áberandi að embættismenn sveitarfélagsins ráði í raun öllu innan þess." segir Stefán Bogi meðal annars í bloggfærslu  sinni um ákvörðun sína. Hann telur megi sækja fram á veginn í atvinnumálum og að sóknarfæri séu fyrir hendi þrátt fyrir að núverandi meirihluti skili ekki góðu búi.

Stefán er lögfræðingur að mennt og hefur starfað í ungliðahreyfingu Framsóknarflokksins í mörg herrans ár. Meðal annars átt sæti í stjórn ungra Framsóknarmanna. Að undanförnu hefur Stefán notið hvað mestrar hylli í spurningaliði Fljótsdalshéraðs í sjónvarpsþættinum Útsvari. Talið hefur verið tímaspursmál meðal áhugamanna um bæjarmál hvenær Stefán tilkynnti um ráðahag sinn. 

 Lesið blogg Stefáns  

stefan_bogi_sveinsson.jpg

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.