Stefnt að skimunum um helgina
Íslensks erfðagreining, í samstarfi við Heilbrigðisstofnun Austurlands, stefnir að því að skima fyrir covid-19 smiti meðal Austfirðinga um helgina.Þetta kemur fram í tilkynningu frá aðgerðastjórn almannavarna á Austurlandi.
Að óbreyttu verður skimað á Reyðarfirði og Egilsstöðum komandi laugardag og sunnudag, 4. og 5. apríl.
Almenningur, aðrir en þeir sem eru í sóttkví og börn yngri en eins árs, munu geta pantað sér tíma í skimun. Það verður alfarið rafrænt í gegnum vef Íslenskrar erfðagreiningar.
Skipulagið, þar með talið leiðbeiningar um bókanir, verða fljótlega kynntar á heimasíðu sveitarfélaga, á heimasíðu og Faceboook-síðu HSA og á Austurfrétt.