Steingrímur J: Hlakka til að sinna kjördæminu betur

steingrimur_j_sigufsson.jpg
Steingrímur J. Sigfússon, fráfarandi formaður Vinstrihreyfingarinnar-græns framboðs, leiðir framboðslista flokksins í Norðausturkjördæmi í þingkosningum í vor þrátt fyrir að hafa tilkynnt í dag að hann sé að hætta sem formaður flokksins.

„Ég er hvergi nærri hættur í stjórnmálum. Ég hlakka til að hafa tíma til að sinna kjördæminu betur,“ sagði Steingrímur á fréttamannafundi í dag.

Steingrímur hefur setið á þingi fyrir Norðurlandskjördæmi eystra og síðan Norðausturkjördæmi frá árinu 1983. Hann varð hlutskarpastur í forvaldi flokksins í kjördæminu fyrir komandi þingkosningar og miðað við orð hans í dag heldur hann því sæti.

Hann hét því í dag að hann yrði „ekki aftursætisbílstjóri.“ Steingrímur sagðist stoltur af þeim árangri sem fyrsta alvöru íslenska vinstri ríkisstjórnin hefði náð en hún hefði tekið við virkilega slæmu búi. Það hefði þó kostað erfiðar ákvarðanir sem ekki hefðu verið til vinsælda fallnar.

Hann hafnaði samt því að slæmt gengi í skoðanakönnunum hefði skipt sköpum fyrir ákvörðun hans. VG mældist nýverið með aðeins 11,5% fylgi í Norðausturkjördæmi og einn þingmann en Steingrímur J. er núverandi fyrsti þingmaður kjördæmisins.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.