Steingrímur og Bjarkey efst hjá VG
Steingrímur J. Sigfússon, ráðherra og Bjarkey Gunnarsdóttir, náms- og starfsráðgjafi urðu efst í forvali Vinstrihreyfingarinnar-græns framboðs í Norðausturkjördæmi fyrir Alþingiskosningar í vor.
Níu tóku þátt í forvalinu sem er leiðbeinandi fyrir sex efstu sætin. Kosið var með póstkosningu og voru úrslit birt að talningu lokinni í gær.
Úrslitin urðu:
1. Steingrímur J. Sigfússon, ráðherra, Þistilfirði, 199 atkvæði í 1. sæti
2. Bjarkey Gunnarsdóttir, náms- og starfsráðgjafi, Ólafsfirði, 77 atkvæði í 1.-2. sæti
3. Edward H. Huijbens, forstöðumaður, Akureyri, 82 atkvæði i 1.-3. sæti
4. Ingibjörg Þórðardóttir, framhaldsskólakennari, Neskaupstað, 128 atkvæði í 1.-4. sæti
5. Þorsteinn Bergsson, bóndi, Fljótsdalshéraði, 116 atkvæði i 1.-5. sæti
6. Sóley Björk Stefánsdóttir, fjölmiðlafræðingur, Akureyri, 142 atkvæði í 1.-6. sæti
Á kjörskrá voru 722. Atkvæði greiddi 261. Ógildir seðlar voru 41.