Stillt upp hjá Dögun

dgun_logo.jpg
Kjördæmafélag Dögunar í Norðausturkjördæmi ætlar að notast við uppstillingu við val á framboðslista í kjördæminu fyrir kosningarnar í vor. Þá leið fer Dögun í öllum kjördæmum.

Kjördæmafélagið var stofnað í byrjun desember en á stofnfundinum voru Benedikt Sigurðarson og Aðalheiður Ámundadóttir skipuð í landsuppstillingarnefnd.

Sú nefnd er skipuð tveimur fulltrúum úr hverju kjördæmi og einum oddamanni, alls þrettán fulltrúum. Kynjahlutfall í nefndinni á að vera jafnt og þeir sem sækjast eftir efstu sætum framboðslista mega ekki vera í nefndinni, að minnsta kosti víkja sæti þegar fjallað er um listann í þeirra kjördæmi.

Stjórn kjördæmafélagsins, sem kosin var á fundinum skipa: Aðalheiður Ámundadóttir, Arinbjörn Kúld og Þorkell Ásgeir Jóhannsson. Varamenn í stjórn: Kolbrún Eva Ríkharðsdóttir, Erling Ingvason og Jón Heiðar Daðason.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar