Skip to main content

Stjórnkerfisbreytingar hjá Fjarðabyggð um áramótin

FréttirThis email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.Fyrst birt 01. nóv 2024 13:02Uppfært 01. nóv 2024 13:07

Breytingar verða gerðar á stjórnkerfi Fjarðabyggðar frá og með næstu áramótum samkvæmt samþykktum bæjarstjórnar í vikunni.

Þeim breytingum er ætlað að einfalda og straumlínulaga hlutina og taka til tveggja sviða sveitarfélagsins. Annars vegar fjölskyldusviðs og hins vegar skipulags- og framkvæmdasviðs. Þær að hluta til afleiðing úttektar á stjórnsýslu Fjarðabyggðar sem Deloitte gerði á síðasta ári og leiddi í ljós að víða innan stjórnkerfisins voru brotalamir.

Fjölskyldusviðið tekur þeim breytingum að frá áramótum verða barnaverndarmál sameinuð velferðarmálum og samþætting á þjónustu við börn færð undir einn stjórnanda. Mun bæjarstjóri útfæra endanlegar breytingar er varða skipulag, nákvæmar starfslýsingar og lögformleg atriði áður en breytingar taka gildi þann 1. janúar 2025.

Þá verður sú breyting gerð á skipulags- og framkvæmdaviði Fjarðabyggðar að því sviði verður í skipt í fjóra hluta í stað fimm eins og verið hefur. Frá áramótum mun þjónustu- og framkvæmdamiðstöð, hafnirnar, veiturnar og umhverfis- og skipulagsmál falla undir sviðið. Það sem áður var skipt í fasteignaumsýslu og viðhald verður fellt undir þjónustu og framkvæmdamiðstöðina.