Stjórnkerfisbreytingar hjá Fjarðabyggð um áramótin

Breytingar verða gerðar á stjórnkerfi Fjarðabyggðar frá og með næstu áramótum samkvæmt samþykktum bæjarstjórnar í vikunni.

Þeim breytingum er ætlað að einfalda og straumlínulaga hlutina og taka til tveggja sviða sveitarfélagsins. Annars vegar fjölskyldusviðs og hins vegar skipulags- og framkvæmdasviðs. Þær að hluta til afleiðing úttektar á stjórnsýslu Fjarðabyggðar sem Deloitte gerði á síðasta ári og leiddi í ljós að víða innan stjórnkerfisins voru brotalamir.

Fjölskyldusviðið tekur þeim breytingum að frá áramótum verða barnaverndarmál sameinuð velferðarmálum og samþætting á þjónustu við börn færð undir einn stjórnanda. Mun bæjarstjóri útfæra endanlegar breytingar er varða skipulag, nákvæmar starfslýsingar og lögformleg atriði áður en breytingar taka gildi þann 1. janúar 2025.

Þá verður sú breyting gerð á skipulags- og framkvæmdaviði Fjarðabyggðar að því sviði verður í skipt í fjóra hluta í stað fimm eins og verið hefur. Frá áramótum mun þjónustu- og framkvæmdamiðstöð, hafnirnar, veiturnar og umhverfis- og skipulagsmál falla undir sviðið. Það sem áður var skipt í fasteignaumsýslu og viðhald verður fellt undir þjónustu og framkvæmdamiðstöðina.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.