Stjórnarskrá og kvótafrumvarp: Fundur með Magnúsi Norðdal

samfylkingin.jpg

Samfylkingin á Fljótsdalshéraði og Seyðisfirði stendur fyrir opnun félagsfundi á Seyðisfirði annað kvöld þar sem tekin verða fyrir stjórnarskrármál og kvótafrumvarp. Magnús Norðdahl, þingmaður, verður gestur fundarins.

 

Magnús, sem situr á þingi í fjarveru Katrínar Júlíusdóttur, flytur framsögu. Hann á meðal annars sæti í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis. Aðaláherslan á fundinum verður samt á umræður.

Fundurinn hefst klukkan 20:00 í íþróttamiðstöðinni á Seyðisfirði. Hann er öllum opinn.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar