Skip to main content

Stormur í kortunum austanlands snemma í fyrramálið

FréttirThis email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.Fyrst birt 06. nóv 2024 15:47Uppfært 06. nóv 2024 16:03

Allir sem hyggja á bílferðir í fyrramálið ættu að hugsa sig tvisvar um með tilliti til viðvarana sem Veðurstofa Íslands hefur gefið út. Stormi er spáð snemma í fyrramálið um Austurland allt og mun víðar í landinu.

Gular eða appelsínugular viðvaranir eru í gangi fyrir landið allt að frátöldu Suðurlandinu í fyrramálið.

Veðurfræðingar gera ráð fyrir að það byrji að blása duglega austanlands klukkan sjö í fyrramálið og bálhvasst verður í fjórðungnum öllum út morgundaginn og vel fram á kvöld.

Í ahugasemdum veðurfræðings kemur fram að vindhraði verður meiri á Austurlandi að Glettingi en á fjörðunum. Hvassviðrið nær allt að 35 metra hraða á sekúndu á fyrrnefnda svæðinu en mest 30 metra vindhraða við sjávarmál í fjörðunum. 

Fólk er hvatt til að ganga vel frá öllum lausamunum og varasamt verður að vera á ferðinni á vegum úti. Það á sérstaklega við um ökutæki sem taka á sig mikinn vind.