Stór hluti Valþjófsstaðar í Fljótsdal dæmd þjóðlenda

Héraðsdómur Reykjavíkur staðfesti í dag úrskurð óbyggðanefndar að stór hluti kirkjujarðarinnar Valþjófsstaðar í Fljótsdal skuli vera þjóðlenda.

vesturoraefi_snaefell.jpgHér eftir fer úrdráttur úr dómi Héraðsdóms Reykjavíkur frá 12. febrúar 2010. 

Mál þetta,  var höfðað 17. janúar 2008.  Stefnandi er Kirkjumálasjóður, en stefndi er íslenska ríkið og er fjármálaráðherra stefnt fyrir hans hönd.

Dómkröfur stefnanda eru aðallega að felldur verði úr gildi úrskurður óbyggðanefndar frá 29. maí 2007 þess efnis að stærstur hluti jarðarinnar Valþjófsstaðar sé þjóðlenda, það er eftirtalin úrskurðarorð:

„Landsvæði það sem afmarkað er hér á eftir, það er Vesturöræfi ásamt syðri hluta afréttarlandanna Rana og Undir Fellum, er þjóðlenda".

Stefnandi krefst þess að viðurkennt verði að enga þjóðlendu sé að finna innan þinglýstra landamerkja Valþjófsstaðar, og þar með þess, að allt land Valþjófsstaðar sé eignarland í samræmi við kröfulýsingu sem sé í samræmi við landamerkjabréf jarðarinnar frá 6. júní 1885:

Til vara gerir stefnandi eftirfarandi kröfur:

1. Varakrafa sú sama og aðalkrafa, þó þannig að Vesturöræfi innan neðangreindra merkja teljist þjóðlenda en afréttareign Valþjófsstaðar, en jörðin teljist að öðru leyti eignarland.

2. Varakrafa sú sama og 1. varakrafa, þó þannig að auk Vesturöræfa þá teljist Rani einnig þjóðlenda en í afréttareign Valþjófsstaðar, en jörðin teljist að öðru leyti eignarland.

7. Varakrafa að verði niðurstaða óbyggðanefndar staðfest, verði viðurkennt að stefnandi eigi einkarétt til beitar, veiða, dýraveiða, hagnýtingar vatnsréttinda og nýtingar á auðlindum í jörðu, án endurgjalds, á því svæði sem úrskurðað var í afréttareign eiganda Valþjófsstaðar, þó landið teljist þjóðlenda.

Þá er krafist málskostnaðar úr hendi stefnda bæði í aðal, vara og þrautavarakröfum eins og málið sé ekki gjafsóknarmál.

Dómkröfur stefnda eru þær að hann verði sýknaður af öllum kröfum stefnanda í málinu.  Þá krefst stefndi þess að stefnandi verði dæmdur til að greiða honum málskostnað.  Til vara krefst stefndi þess að hvor aðili um sig beri sinn kostnað af málinu.

 

D Ó M S O R Ð:

Stefndi, íslenska ríkið, er sýknaður af öllum kröfum stefnanda, Kirkjumálasjóðs, í máli þessu. 

Málskostnaður fellur niður.

Gjafsóknarkostnaður stefnanda að fjárhæð 1.794.629 krónur, þar með talin málflutningsþóknun lögmanns hans að fjárhæð 1.731.900 krónur, greiðist úr ríkissjóði.

Dóminn má finna í heild sinni á slóðinni:

http://www.domstolar.is/domaleit/nanar/?ID=E200801170&Domur=2&type=1&Serial=1&Words=

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.