Strætó milli Akureyrar og Egilsstaða

straeto_landsbyggd.jpg
Nýjungar verða í almenningssamgöngum á Norður- og Norðausturlandi frá og með 2. janúar 2013, þegar Strætó mun hefja akstur á  svæðinu. Þessi nýjung mun leiða til fleiri ferða og aukinnar þjónustu á svæðinu. Þrjár leiðir verða í boði: Siglufjörður – Akureyri, Egilsstaðir - Akureyri og Þórshöfn - Akureyri í gegnum Húsavík.

Panta þarf sérstaklega ferðir til Ásbyrgis, Kópaskers, Raufarhafnar og Þórshafnar með minnst fjögurra tíma fyrirvara.
 
Á vef Strætó, www.straeto.is er hægt er að kynna sér tímaáætlanir og hve mörg gjaldsvæði liggja á milli þeirra. Þar er einnig að finna reiknivél til að reikna út verð á milli staða
 
Hagkvæmast er að kaupa farið á straeto.is en utan höfuðborgarsvæðisins er hægt að borga með debet- eða kreditkorti. Farmiðar verða seldir á völdum stöðum í þéttbýliskjörnum á svæðinu, þá er einnig að finna á www.straeto.is.
 
Fargjaldið miðast við fjölda gjaldsvæða sem farið er yfir í hverri ferð. Staðgreiðsluverð er 350 fyrir hvert gjaldsvæði. Ef greitt er með farmiðum þarf að nota jafn marga miða og fjöldi gjaldsvæða segir til um. Sem dæmi má nefna að 6 gjaldsvæði eru á milli Akureyrar og Húsavíkur, ef greitt er með farmiðum þarf að nota 6 farmiða og þá kostar ferðin 2.000 kr. fyrir fullorðna (750 kr. fyrir ungmenni, 330 kr. fyrir börn og 690 kr. fyrir öryrkja og aldraða).
 
Í upphafi  verður akstri um Norður og Norðausturland sinnt með langferðabílum frá Hópferðabílum Akureyrar og verður þráðlaust net  um borð í öllum vögnum.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.