Styrktartónleikar í Sláturhúsinu á morgun

egilsstadir.jpg
Tónleikar verða haldnir í Sláturhúsinu á Egilsstöðum á morgun til styrktar Rauða krossi Íslands til að styðja við fjölskyldur og einstaklinga sem leita til félagsins eftir aðstoð til að halda jólin hátíðleg. Listamenn af öllu Austurlandi koma þar fram og gefa vinnu sína.

„Það er gaman að geta gert eitthvað í heimabyggð sem kostar ekki krónu og styrkja gott málefni í leiðinni,“ segir Árni Pálsson sem skipulagt hefur tóleikana ásamt vini sínum Hafþóri Val Guðjónssyni. Þeir stóðu fyrir sambærilegum tónleikum í fyrra til að koma fólki í jólaskapið en nú vilja þeir safna fyrir góðu málefni.

Fram koma meðal annarra: Valný Lára, Sóley og Broddi, Sigurjón Egilsson, Róbert Elvar Sigurðsson og Eyrún og Hoffa. „Allir sem ég hef talað við hafa verið þvílíkt jákvæðir og verið til í að koma fram eða styrkja þessa tónleika og einhvern hátt,“ segir Árni.

Tónleikarnir, sem bera yfirskriftina „Hangikjöt með uppstúf og grænum baunum,“ hefjast í Sláturhúsinu klukkan 20:30. Frítt er inn en tekið er á móti frjálsum framlögum sem renna til Héraðs- og Borgarfjarðardeildar Rauða krossins. „Ég skora á fyrirtæki og einstaklinga sem sjá sér fært um að styrkja gott málefni. Í þessu tilfelli er allt betra en ekkert!“

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.