Styrktu fimm íþrótta- og tómstundaverkefni í Múlaþingi

Alls fimm verkefni fengu fjárstuðning til íþrótta- og tómstundastarfs í Múlaþingi á dögunum við seinni úthlutun Fjölskylduráðs sveitarfélagsins til slíkra verkefna.

Umsóknir um styrki voru alls sautján talsins að upphæð sex milljónir króna en þar sem aðeins var ein milljón til úthlutunar þurfti að velja á milli.

Þannig fóru 200 þúsund krónur til stofnunar fimleikadeilar á Djúpavogi, sama upphæð til Golfklúbbs Fljótsdalshéraðs vegna kaupa á golfhermi og til lagfæringa á útikennslustofu á Seyðisfirði. Þá var landsliðsverkefni vegna Evrópumótsins í hópfimleikum styrkt um 100 þúsund krónur. Hæsti styrkurinn að þessu sinni fór til gerðar og viðhalds skíðagönguspora í Selskógi og á Fjarðarheiði á vegum Egilsstaðasporsins en þau samtök halda saman upplýsingum um hentug gönguskíðaspor á svæðinu.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.