SVN: Erfitt hefði verið að klára kvótann án nýja skipsins

borkur_nyr_feb12.jpg
Forsvarsmenn Síldarvinnslunnar í Neskaupstað eru ánægðir með nýja skiptið Börk NK 122 sem bættist í flotann í síðasta mánuði. Þeir segja að erfitt hefði verið að klára loðnukvótann án þess.

Loðnukvóti Síldarvinnslunnar kláraðist í vikunni en Börkur landaði 16.800 tonnum. Í Austurglugganum er haft eftir framleiðslustjóranum Sindra Sigurðssyni að erfitt hefði verið að klára kvótann án nýja skipsins.

Skip Síldavinnslunnar lönduðu alls um 83.000 tonnum. Fyrirtækið tók alls á móti 190.000 tonnum á vertíðinni. Þar af fóru um 180.000 tonn í bræðslu. Af þeim var rúmum 80.000 tonnum landað í Neskaupstað, 54.000 á Seyðisfirði og rúmlega 40.000 tonnum í Helguvík.

Loðnuvertíðinni líkur fljótt. Fiskurinn er að mestu búinn að hrygna og nú stendur yfir lokaspretturinn við að ná því sem eftir er af kvótanum. Austfirsku útgerðirnar eru langt komnar með sinn kvóta.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar