Sýnt frá útför Vilhjálms í Valaskjálf
Aðstandendur Vilhjálms Einarssonar hafa sent frá sér tilkynningu um að sýnt verði frá útför hans í Valaskjálf á Egilsstöðum. Útförin verður gerð frá Hallgrímskirkju í Reykjavík föstudaginn 10. janúar kl. 15.Vilhjálmur var um árabil einn af máttarstólpum samfélagsins á Fljótsdalshéraði, sem skólameistari Menntaskólans á Egilsstöðum til fjölda ára og einnig sem virkur þátttakandi í menningar- og íþróttalífi svæðisins.
Sem fyrr segir hefst útförin kl. 15 en opnað verður fyrir útsendingu frá Hallgrímskirkju, sem unnt verður að fylgjast með í Valaskjálf, kl. 14:30.
Í tilkynningu frá aðstandendum þakka eftirlifandi eiginkona Vilhjálms, Gerður Unndórsdóttir, og fjölskylda þeirra fyrir sýndan samhug. Gert er ráð fyrir að einnig muni fara fram sérstök minningarathöfn um Vilhjálm á Egilsstöðum síðar á árinu.