Tæknidagur fjölskyldunnar á laugardag

Tæknidagur fjölskyldunnar fer fram laugardaginn 5. október næstkomandi í húsnæði Verkmenntaskóla Austurlands. Þetta er í sjöunda sinn sem Tæknidagurinn verður haldinn og að venju er hann tileinkaður tækni og vísindum. Fjöldi fyrirtækja kemur saman og kynnir starfsemi sýna. 

„Tæknidagurinn var upphaflega settur á laggirnar til að kynna fyrir ungu fólki hvað það getur verið spennandi að afla sér menntunar á þessu svið og teljum mikilvægt að ungt fólk sjái hvað þessar atvinnugreinar geta verið spennandi og tækifærin mörg á vel launuðum og spennandi störfum hér á svæðinu, “ er haft eftir Birgi Jónssyni hjá Verkmenntaskóla Austurlands í fréttatilkynningunni

Samkvæmt fréttatilkynningu verður nóg um að vera á Tæknideginum. Gestir geta til dæmi búið til vasaljós á staðnum, smíðað vindmyllu og spilað á furðuhljóðfæri. Sérstök athygli er vakin á komu Vísindasmiðju Háskóla Íslands. Tilgangur hennar vekja áhuga ungs fólks á vísindum.

Í tilkynningunni segir einnig að Sprengju-Kata munu komi og gera dularfullar efnablöndur og Sævar Helgi eða Stjörnu-Sævar verður á staðnum og mun ausa úr viskubrunni sínum um heima og geima. Þetta og meira verður í boði Vísindasmiðjunnar á Tæknideginum.

„Boðið verður upp á fyrirlestur um Helgustaðanámu, keppt verður í rafsuðu, bóndinn Doddi kryfur ref, hágreiðslunemar sýna hátæknilegar „fantasíugreiðslur“, alþýðufrumkvöðullinn Ási Páll sýnir heimatilbúið háfjallahjólhýsi og þú getur fengið „heilsufarstékk“ frá starfsfólki HSA á staðnum! Nokkrir tugir fyrirtækja, stofnana og einstaklinga verða á svæðinu og allir ættu að finna eittvað við sitt hæfi,“ segir einnig í tilkynningunni

Dagskráin hefst kl. 12 laugardaginn 5. október og lýkur kl. 16. 

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.