Tæknidagur fjölskyldunnar á laugardag
Tæknidagur fjölskyldunnar fer fram laugardaginn 5. október næstkomandi í húsnæði Verkmenntaskóla Austurlands. Þetta er í sjöunda sinn sem Tæknidagurinn verður haldinn og að venju er hann tileinkaður tækni og vísindum. Fjöldi fyrirtækja kemur saman og kynnir starfsemi sýna.
„Tæknidagurinn var upphaflega settur á laggirnar til að kynna fyrir ungu fólki hvað það getur verið spennandi að afla sér menntunar á þessu svið og teljum mikilvægt að ungt fólk sjái hvað þessar atvinnugreinar geta verið spennandi og tækifærin mörg á vel launuðum og spennandi störfum hér á svæðinu, “ er haft eftir Birgi Jónssyni hjá Verkmenntaskóla Austurlands í fréttatilkynningunni
Samkvæmt fréttatilkynningu verður nóg um að vera á Tæknideginum. Gestir geta til dæmi búið til vasaljós á staðnum, smíðað vindmyllu og spilað á furðuhljóðfæri. Sérstök athygli er vakin á komu Vísindasmiðju Háskóla Íslands. Tilgangur hennar vekja áhuga ungs fólks á vísindum.
Í tilkynningunni segir einnig að Sprengju-Kata munu komi og gera dularfullar efnablöndur og Sævar Helgi eða Stjörnu-Sævar verður á staðnum og mun ausa úr viskubrunni sínum um heima og geima. Þetta og meira verður í boði Vísindasmiðjunnar á Tæknideginum.
„Boðið verður upp á fyrirlestur um Helgustaðanámu, keppt verður í rafsuðu, bóndinn Doddi kryfur ref, hágreiðslunemar sýna hátæknilegar „fantasíugreiðslur“, alþýðufrumkvöðullinn Ási Páll sýnir heimatilbúið háfjallahjólhýsi og þú getur fengið „heilsufarstékk“ frá starfsfólki HSA á staðnum! Nokkrir tugir fyrirtækja, stofnana og einstaklinga verða á svæðinu og allir ættu að finna eittvað við sitt hæfi,“ segir einnig í tilkynningunni
Dagskráin hefst kl. 12 laugardaginn 5. október og lýkur kl. 16.