Tæpar 14 gráður á Hallormsstað

Austfirðingar hafa notið dagsins þar sem hitatölur hafa víða farið yfir tveggja stafa markið. Mesti hiti á landinu í dag mældist á Hallormsstað.

Mest fór hitinn í 13,8° á Hallormsstað á fjórða tímanum á Hallormsstað og á Seyðisfirði fór hann í 13,2°.

Hitinn var þó ekki bundinn við láglendið, á Brúaröræfum mældist 13,3° og 11,6° á Þórdalsheiði.

Uppruni hlýindanna er í suðvestan átt sem ríkjandi hefur verið á svæðinu í dag. Það besta virðist hins vegar að baki því búist er við að vindurinn snúi sér til suðausturs og síðan austur frá og með kvöldinu í kvöld.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.