Tæpum 13 milljónum úthlutað úr Samfélagssjóði Fljótsdals

Tæplega 13 milljónum króna var veitt til 22 verkefna við fyrstu úthlutun úr Samfélagssjóði Fljótsdalshrepps í gær.

Sjóðurinn var stofnaður formlega í mars með 70 milljóna fjárframlagi frá Fljótsdalshreppi og auglýst eftir umsóknum í kjölfarið.

Tilurð sjóðsins er afurð átaks til að efla byggð í hreppnum. Markmið og tilgangur sjóðsins er að styrkja verkefni á sviði atvinnu, nýsköpunar, umhverfis, velferðar og menningar sem stuðli að jákvæðri samfélagsþróun og/eða eflingu atvinnulífs þar.

Einstaklingar, félög og aðrir lögaðilar geta fengið styrki úr sjóðnum óháð búsetu enda uppfylli verkefni sem óskað er eftir að verði styrkt skilyrði sem fram koma í markmiðum sjóðsins og skilyrði úthlutunarreglna sem stjórn skal setja sjóðnum.

Stjórn sjóðsins ákveður styrki til einstakra verkefna og hvernig þeir greiðast til styrkþega.

Alls bárust 34 umsóknir í fyrstu úthlutunina. Heildarkostnaður verkefna var rúmar 107 milljónir króna og alls sótt um tæplega 45,5 milljónir króna. Í gær var tilkynnt um tæplega 12,9 milljóna króna úthlutun úr sjóðnum til 22 verkefna við athöfn í Snæfellsstofu, gestastofu Vatnajökulsþjóðgarðs á Skriðuklaustri.

Eftir talin verkefni hlutu styrk:

Upphæð Verkefni, styrkþegi
1.500.000 Sauðamjólkurís, Sauðagull ehf
1.200.000 Skinnaverkun, Hörður Guðmundsson
1.000.000 Stefnumót við Skógarsamfélag III, SAM-félagið, samstarfsverkefni
900.000 Markaðsátak, Óbyggðasetur ehf
860.000 Skemmtilega skiltið, Ferðamálanefnd Fljótsdalshrepps
800.000 Undirbúningur Hölknárvirkjunar – Brekku, Hallgrímur Þórhallsson
700.000 Tilraunaræktun á Burnirót í Fljótsdal, Þórarinn Þórhallsson og Sveinn Ingimarsson
600.000 Vandaðir húsmunir úr íslenskum við - Viðskiptaáætlun og vöruþróun, Bara snilld ehf, samstarfsverkefni.
600.000 Gerð viðskiptaáætlunar og stofnun félags um skinnaverkun, Jósef Valgarð Þorvaldsson
574.000 Efling réttardags, Ferðamálanefnd Fljótsdalshrepps
565.000 Rúningur og ullarmat - aukin gæði, Hallormsstaðaskóli, samstarfsverkefni.
500.000 Ævintýri á Héraði – fjölskylduleikur, Gunnarsstofnun f.h. Upphéraðsklasans.
500.000 Hnútu handverk, Kristín Gunnarsdóttir.
420.000 Námskeiðaröð í kjötvinnslu, Hallormsstaðaskóli
400.000 Gróðurhús og ræktun, Anna Jón Árnmarsdóttir
400.000 Tilraun á hamprækt, Anna Bryndís Tryggvadóttir og Hallgrímur Þórhallsson
350.000 Afþreying og leiktæki á tjaldstæði, Hengifoss ehf
300.000 Fljótsdalsbragðið, Ann-Marie Schlutz
275.000 Gönguleið um Tröllkonustíg og Klausturfjall, Hengifoss ehf.
200.000 Aðventa, Tónlistarfélagið Mógil
150.000 Skemmtikvöld, Sigríður Hrönn Gunnarsdóttir
90.000 Ormsskrínið við Hrafnskelsstaði, Ormsskrínið

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.