Talningu atkvæða í hreppsnefndarkosningum Borgarfjarðarhrepps er lokið
Ný hreppsnefnd Borgarfjarðarhrepps hefur litið dagsins ljós en Borgfirðingar voru fljótastir manna að kjósa og telja. Á kjörskrá voru 106. Alls kusu 71 og þar af var 1 seðill auður. Kosningaþátttaka var því 66,98%
Aðalmenn í hreppsnefnd:
Jakob Sigurðsson, Hlíðartúni, 52 atkv.Ólafur A Hallgrímsson, Skálabergi, 49 atkv.
Jón S Sigmarsson, Desjarmýri, 48 atkv.
Jón Þórðarson, Breiðvangi, 46 atkv.
Kristjana Björnsdóttir, Bakkavegi 1, 28 atkv.
Til samanburðar við kosningarnar 2006 þá voru á kjörskrá 111. Atkvæði greiddu 76 og kjörsókn því 68,5 eða tæpum 2 prósentustigum meiri en nú.
Talningu er nú einnig lokið á varamönnum í hreppsnefnd Borgarfjarðar eystri.
Varamenn í hreppsnefnd voru kjörnir:
Bjarni Sveinsson Hvannstóði 24 atkv.
Björn Aðalsteinsson Heiðmörk 30 atkv.
Helga E Erlendsdóttir Bakka 20 atkv.
Björn Skúlason Sætúni 24 atkv.
Jóna B Sveinsdóttir Geitlandi 25 atkv.
Formaður kjörstjórnar á Borgarfirði eystri er Björn Aðalsteinsson, en kjörstjórnin þar setti íslandsmet er hún birti fyrstu kosningaúrsliðin í þessum sveitarstjórnarkosningum, úrslit í kosningu aðalmanna í hreppsnefnd strax klukkan 19:00 í kvöld.