Talsverð andstaða við fiskeldi í opnum sjókvíum í Norðausturkjördæmi

Meirihluti þátttakenda í Norðausturkjördæmi í nýrri skoðanakönnun um viðhorf til fiskeldis í opnum sjókvíum er á móti eldinu og vill banna það. Hlutfallið er þó lægra en víðast annars staðar á landinu. Íbúar á svæðum þar sem eldið er stundað er hvað hlynntastir því.

Það var Gallup sem gerði könnunina fyrir Verndarsjóð villtra laxastofan, Íslenska náttúruverndarsjóðinn, Landssamband veiðifélaga og Laxinn lifi. Könnunin var send á viðhorfahóp Gallup fyrir 18 ára og eldri. Alls bárust yfir 956 svör, þar af 97 úr Norðausturkjördæmi.

Í kjördæminu segjast 52% neikvæð gagnvart fiskeldi í opnum sjókvíum, 20% jákvæð og 27% hlutlaus. Er þetta þó það kjördæmi á eftir Norðvesturkjördæmi þar sem minnst andstaða er við eldið.

Andstaðan er mest í Reykjavík, þar eru yfir 60% neikvæð gagnvart eldinu. Vigt höfuðborgarsvæðisins endurspeglast í landstölunum þar sem 61,4% eru neikvæð en 14% neikvæð. Álitið hefur versnað verulega síðustu tvö ár, í könnun í byrjun árs 2021 sögðust 18,4% jákvæð en 33,2% neikvæð. Þá lýstu 38,4% hlutleysi en sá hópur hefur minnkað verulega og er núna 24,7%.

Svarendur voru einnig spurðir hvort þeir vildu banna eldi í opnum sjókvíum. Í Norðausturkjördæmi var lægst hlutfall þeirra sem vildu banna eldið, 44%. Það var samt stærsti einstaki hópurinn á svæðinu. 36% vilja leyfa það áfram en 15% sögðust hlutlaust. Á landsvísu vilja 52,4% banna eldið en 22,8% leyfa það áfram.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.