Talsvert tjón á raftækjum eftir rafmagnsleysið í gær

Ljóst er að margir viðskiptavinir Rarik á Austurlandi hafi orðið fyrir tjóni á rafbúnaði vegna spennusveiflu sem varð í truflunum á raforkukerfinu í gærmorgun.


Rafmagn var af í fjórðungnum frá klukkan sjö um morguninn fram yfir klukkan tíu, eða í um þrjá tíma, vegna útleysingar í álverinu á Grundartanga sem leiddi til keðjuverkunar í byggðalínunni.

Í tilkynningu frá RARIK segir að viðskiptavinir sem tilkynna þurfi um tjón þurfi að fylla út eyðublaðið „kvörtun vegna spennugæða“ sem finna megi á heimasíðu Rarik.

Mál hvers og eins verður síðan tekið til skoðunar og haft samband við viðkomandi.

 

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.