Málþing um menningar- og söguferðaþjónustu: Þar liggur hundurinn grafinn

Menningar- og söguferðaþjónusta á Austurlandi og tækifæri innan hennar verður í brennidepli á málþingi sem haldið verður á Hótel Héraði á morgun, miðvikudag milli klukkan 16:00 og 18:00.

 


Málþinginu stýrir Skúli Björn Gunnarsson, forstöðumaður Gunnarsstofnunar. Framsöguerindi flytja þau Signý Ormarsdóttir, verkefnastjóri hjá Austurbrú, sem segir frá afþreyingu sem upplifun í Áfangastaðnum Austurlandi og Elsa Guðný Björgvinsdóttir, forstöðukona Minjasafns Austurlands, sem flytur erindið „Eru þetta ekki allt sömu strokkarnir?” – menningarminjasöfn sem áfangastaðir.

Nemendur í Hagnýtri menningarmiðlun við Háskóla Íslands sem eru á ferð um Austurland þessa dagana fjalla um áhugaverð verkefni annars staðar og ræða það sem þau hafa séð í vettvangsferð sinni. Í lokin verða síðan pallborðsumræður með þátttöku Sumarliða Ísleifssonar, lektors við HÍ og forsvarsmönnum setra og safna á Austurlandi.

Að málþinginu standa: Gunnarsstofnun, Háskóli Íslands, Minjasafn Austurlands, Austurbrú, Skálanes, Safnastofnun Fjarðabyggðar, Óbyggðasetur Íslands og fleiri austfirsk söfn og setur. Málþingið nýtur stuðnings úr Uppbyggingarsjóði Austurlands.

Málþinginu verður streymt beint á youtube.com/skriduklaustur.

 

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.