Telja MAST hafa margbrotið lög við útgáfu fiskeldisleyfis í Reyðarfirði

Veiðifélögin á Austurlandi telja Matvælastofnun hafa farið út fyrir heimildir sínar þegar stofnunin gaf leyfi fyrir 7000 tonna eldi Laxa í Reyðarfirði. Beðið er rökstuðnings MAST á ákvörðuninni.


„Við höfum beðið eftir rökstuðningnum í mánuð og hann er væntanlegur í vikunni. Við setjumst yfir hann þegar hann berst okkur,“ segir Gunnlaugur Stefánsson, formaður Veiðifélags Breiðdalsár.

Fjögur veiðifélög á Austfjörðum kærðu nýverið útgáfu starfsleyfis 7000 tonna eldis Laxa í Reyðarfirði sem tók til starfa í júní.

Í samtali við Austurfrétt sagði Gunnlaugur að félögin gerðu margvíslegar athugasemdir við útgáfu leyfisins.

„Samkvæmt lögum gildir starfsleyfið í þrjú ár frá útgáfu og svo er hægt að framlengja það um ár. Upphaflegi fresturinn rann út og þá var beðið um frest sem MAST veitti.

Sá tími rann líka út og í fyrra var aftur beðið um frest og aftur gaf MAST ár í viðbót. Laxar gátu ekki staðið við það heldur, það var farið mánuð fram yfir til viðbótar áður en seiðin voru sett út,“ segir Gunnlaugur.

„Lögin segja einnig að í leyfisbréfi skuli getið um hvaða fisktegund og af hvaða stofni fari í kvíarnar en það er ekkert um það í leyfinu. Því er búið að margbrjóta þessi lög.“

 

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.