Terra gerir þjónustusamning við SVN og Eskju

Terra umhverfisþjónusta hefur undirritað þjónustusamninga við tvö stór fyrirtæki í Fjarðabyggð, Síldarvinnsluna (SVN) í Neskaupstað og Eskju á Eskifirði.

Með samningum við Terra þá stefna þessi félög að því að auka hlutfall efna sem fer til endurvinnslu og lágmarka þann úrgang sem fer til urðunar, að því er segir í tilkynningu. Þegar er byrjað að skoða leiðir til hreinsunar og endurvinnslu á óhreinni plastfilmu, sem þó nokkuð fellur til hjá svona stórum útgerðarfyrirtækjum.

Jafnframt hafa áhafnir skipa þessara útgerða aukið flokkun um borð hjá sér og skila úrgangi flokkuðum í land. „Það eru spennandi tímar framundan og alltaf tækifæri að gera betur fyrir umhverfið,“ segir í tilkynningunni.


Jón Trausti Guðjónsson hjá Terra á Austurlandi ásamt þeim Hlyni Ársælssyni frá Eskju og Húnboga Gunnþórssyni frá Síldarvinnslunni við undirritun samninganna.

terra hunbogi okt20

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.