„Þetta er nánast lygilega einfalt“

„Námskeiðið er ótrúlega skemmtilegt en á sama tíma mjög lærdómsríkt. Fólk fer út með verkfæri sem getur haft jákvæð áhrif á alla þætti lífsins,“ segir Bjartur Guðmundsson hjá Optimized Performance, en hann verður með námskeiðið „Óstöðvandi í topp tilfinningalegu ástandi“ á Egilsstöðum á morgun miðvikudag.


Námskeiðið verður á Icelandair Hótel Héraði og stendur frá klukkan 18:00 til 21:00. Bjartur segir námskeiðið fyrir alla sem vilja ná lengra í lífinu.

„Ég kalla námskeiðið „Óstöðvandi í topp tilfinningalegu ástandi“, en það er afskaplega óþjáll titill en er þó algerlega um það sem málið snýst. Ég trúi því staðfastlega að líðan okkar, þ.e. tilfinningalegt ástand, hafi áhrif á allt; hvernig við lítum á hlutina, hvaða merkingu við leggjum í upplifanir okkar og ákvarðandir. Þar af leiðandi er tilfinningalífið stórkostlegur áhrifaþáttur á velgengni okkar og ánægju.

Ég trúi því að allur árangur eða frammistaða byggi á þremur þáttum. Aðferðum sem við beitum til að ná settu marki, ef þær eru góðar þá erum við í góðum málum en ef ekki þá ekki eins. Svo er það viðhorfið sem við höfum til okkar og þess sem við erum að gera, en það þá annað hvort vinnur með okkur eða ekki. Í þriðja lagi er það svo tilfinningaástand okkar, því líðan okkar hverju sinni hefur áhrif á allt saman og er stóri lykilinn. Ég hef sjálfur séð magnaða hluti hjá fólki sem tekur fulla stjórn og ástundar uppbyggilegt tilfinningalíf, en ég vil trúa því að „gerum“ tilfinningar og á námskeiðinu kenni ég aðferðir við að örva taugakerfið til að komast í þetta toppástand sem við viljum vera í.“

Var sjálfur hrokafullur
Sjálfur er Bjartur menntaður leikari og útskrifaðist frá Listaháskóla Íslands árið 2009.

„Ég var með ægilega drauma og ætlaði mér að verða stórstyrni. Ég hins vegar gekk á vegg. Ég var svo hrokafullur að ég hélt að heimurinn myndi taka mér fagnandi og bjóða mér gull og græna skóga, en það er alltaf einn og einn sem virðist vera „með þetta“ og allir draga inn í verkefni en restin þarf að hafa fyrir því. Ég trúði því að ég væri þessi útvaldi en var það svo ekki. Fyrir vikið fór í dágóða niðursveiflu og var ferlega ósáttur. Svo varð ég ósáttur yfir því að vera ósáttur og eiginlega bara bitur og reiður.“

Skellurinn varð til þess að Bjartur fór að líta í eigin barm. „Ég fór að pæla í hvort vandinn lægi ekki bara hjá mér sjálfum. Stundum var ég á góðum stað og gat haft mig í frammi. Stundum gekk mér vel sem leikari en stundum ekki. Ég fór að lesa jákvæða sálfræði og allskonar mannræktarefni og sá að þar var rauður þráður sem hefur rosalega mikið með líðan að gera. Ég fór svo að taka eftir því að þegar mér leið vel gat ég fengið mig til þess að hringja símtöl sem ég þurfti að hringja og einnig að mér gekk betur sem leikari og bara í öllu. Ég fór því að leita leiða til þess að leitast við að bera ábyrgð á minni eigin vellíðan, ekki bíða eftir fullu tungli, lottóvinningi eða einhverju öðru utanaðkomandi sem myndi valda því að ég væri í toppástandi – heldur bara að ég væri sjálfur drifkrafturinn. Ég fann brjálæðislega öflugar leiðir sem ég fór að tileinka mér. Í framhaldinu var ég beðin um að halda fyrirlestra og námskeið og stofnaði mitt litla batterí,“ segir Bjartur, en aðferðirnar kennir hann á Egilsstöðum á morugn. ég ætla að deila með og kenna fólki á Egilsstöðum á morgun.

Aðferðir sem nýstast öllum
Bjartur segir að aðferðafræðin sé í raun mjög einföld. „Öll eigum við daga þar sem við upplifum okkur sem algera snillinga og að við getum sigrað heiminn. Það er akkúrat það ástand sem við vil að fólk læri að tileinka sér og fari út með aðferðir til að viðhalda því ástandi. Ég leiði fólk gegnum ferlið og það fær að upplifa líðanina. Einnig brjótum við niður og fáum nákvæman skilninga á því hvaða lögmálum tilfinningarnar lúta, því þó þær séu lífeðlisfræðilega flóknar þá eru þær frekar einfaldar í praktík og fyrsta skrefið að skilja hvernig þær virka. Þetta eru aðferðir sem nýtast öllum og þetta er nánst lygilega einfalt.“




Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.