Þorsteinn Bergsson leiðir Sósíalista

Þorsteinn Bergsson, rithöfundur og þýðandi á Egilsstöðum, mun leiða lista Sósíalistaflokks Íslands í Norðausturkjördæmi.

Þorsteinn er ekki óvanur þingframboðum. Hann var lengi félagi í Vinstrihreyfingunni – grænu framboði, en skipti yfir í Regnbogann fyrir kosningarnar 2013 og Alþýðufylkinguna 2016 og 17. Hann var oddviti síðarnefnda framboðsins í bæði skiptin.

Þorsteinn lauk B.Sc. í búvísindum frá Landbúnaðarháskólanum á Hvanneyri og starfaði lengst af sem sauðfjárbóndi á Unaósi í Hjaltastaðaþinghá áður en hann réðist til Matvælastofnunar þar sem hann starfaði um árabil sem búfjáreftirlitsmaður. Hann vakti athygli í liði Fljótsdalshéraðs sem sigraði spurningakeppnina Útsvar.

Í tilkynningu Sósíalistaflokksins segir að Þorsteinn sé „vinstrimaður af öllu hjarta.“ Eignarhald á landi og fyrirtækjum sem telja megi til nauðsynlegra innviða sé honum hugleikið. Hann telji brýnt að ríki og sveitarfélög grípi inn í húsnæðismál og tryggi fólki aðgang að leiguhúsnæði á mannsæmandi kjörum. Fjármálakerfinu þurf að gera ljóst að það á að styðja við fjölskyldur og fyrirtæki í landinu en ekki sjúga úr þeim þróttinn.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.