Þórunn Egilsdóttir: Tel Sigmund Davíð hafa lagt fram allar upplýsingar

Þórunn Egilsdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins frá Vopnafirði, telur Sigmundur Davíð Gunnlaugsson hafa lagt fram þau gögn sem beðið hefur verið um vegna Wintris-málsins.


„Ég tel Sigmund Davíð hafa lagt fram allar upplýsingar. Þær liggja til dæmis fyrir á heimasíðu hans auk þess sem hann hefur svarað í fjölmiðlum,“ sagði Þórunn í samtali við Austurfrétt í morgun.

Hvernig meturðu stöðu ríkisstjórnarinnar?
„Staðan er vissulega viðkvæm en menn eru að tala saman og ég reikna með niðurstöðu seinna í dag.“

Styðurðu Sigmund Davíð?
„Sigmundur Davíð á minn stuðning.“

Rætt var við Þórunni á meðan Sigmundur Davíð fundaði með Bjarna Benediktssyni formanni Sjálfstæðisflokksins. Þingflokksfundur var þá boðaður eftir hádegi til að fara yfir þann fund. Síðan komu fram vísbendingar um að Sigmundur Davíð rjúfi þing.

Í gærkvöldi kom yfirlýsing frá lykilfólki flokksins á Akureyri, stærsta þéttbýlisstaðarins í kjördæminu. Aðspurðu um hana sagði Þórunn:

„Ályktun Akureyringanna er vissulega vonbrigði en einstaklingarnir sem þarna skrifa undir tala ekki fyrir munn allra.“

 Framsóknarmenn á Austurlandi hafa verið hljóðir síðan á sunnudag og virðast halda að sér höndum til að bíða og sjá hvernig mál þróist í þinginu. 

 

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.