Þórunn og Líneik vilja halda áfram

Austfirðingarnir Þórunn Egilsdóttir og Líneik Anna Sævarsdóttir, sem báðar sitja á Alþingi fyrir Framsóknarflokkinn í Norðausturkjördæmi, hafa hug á að bjóða sig aftur fram í þingkosningunum 25. september á næsta ári.

Frá þessu er greint í síðasta tölublaði Vikudags, héraðsfréttablaðs Eyfirðinga og Þingeyinga. Átta af tíu núverandi þingmönnum kjördæmisins staðfesta við blaðið að þau gefi kost á sér áfram.

Það eru Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir frá VG, Sigmundur Davíð Gunnlaugsson og Anna Kolbrún Árnadóttir frá Miðflokki, Logi Einarsson og Albertína Friðbjörg Elíasdóttir Samfylkingu og Njáll Trausti Friðbertsson, Sjálfstæðisflokki.

Steingrímur J. Sigfússon, oddviti VG í kjördæminu, tilkynnti nýverið að hann hygðist láta af þingsetu. Þá segist Kristján Þór Júlíusson, oddviti Sjálfstæðisflokks, „enga ákvörðun hafa tekið í þessum efnum.“

Blaðið greinir einnig frá því að tveir nýir einstaklingar sækist eftir oddvitasætum fyrir hönd sinna flokka. Annars vegar er það Óli Halldórsson, sveitarstjórnarfulltrúi í Norðurþingi sem hefur hug á oddvitasæti VG, hins vegar Ingibjörg Isaksen, bæjarfulltrúi á Akureyri sem hefur hug á oddvitasæti Framsóknarflokksins. Áður hafði Vopnfirðingurinn Kári Gautason lýst því yfir að hann myndi gefa kost á sér ofarlega á lista VG.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.