Þrefalt fleiri farþegar í maí en apríl

Farþegar um flugvöllinn á Egilsstöðum voru þrefalt fleiri í maí heldur en þeir voru í apríl. Þeim fækkar hins vegar um rúm 70% samanborið við sama tíma í fyrra.

Þetta kemur fram í nýjum yfirlitstölum frá Isavia. Farþegar í maí voru 2167 samanborið við 731 í apríl. Þeir voru hins vegar 7599 á sama tíma í fyrra.

Komur og brottfarir voru 152 á vellinum í maí, samanborið við 90 í apríl. Það er rúmlega helmings samdráttur milli ára. Flutt voru 6,1 tonn af fragt, sem er 63% minnkun.

Covid-19 faraldurinn hefur haft mikil áhrif á flugsamgöngur, en sem dæmi má nefna að umferð um Keflavíkurflugvöll dróst saman um rúm 99% í maímánuði milli ára.

Þegar horft bornir eru saman fyrstu fimm mánuðir áranna 2019 og 2020 kemur í ljós að farþegum á tímabilinu fækkar um helming, ferðum um rúman þriðjung og fragt minnkar um fjórðung.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.