Þrír umsækjendur um stöðu skólastjóra á Egilsstöðum

Þrír umsækjendur eru um stöðu skólastjóra Egilsstaðaskóla. Umsóknarfrestur um afleysingu í stöðu skólastjóra á Djúpavogi var framlengd.

Báðar stöður voru upphaflega auglýstar með umsóknarfrest fimmtudaginn 19. mars. Á Djúpavogi er um að ræða afleysingu í eitt ár. Ákveðið var að framlengja þann umsóknarfrest þar til í dag.

Um stöðuna á Egilsstöðum bárust fjórar umsóknir. Ein þeirra var dregin til baka.

Þau sem sóttu um starfið eru:

Dagbjört Kristinsdóttir, aðstoðarskólastjóri, Egilsstöðum
Guðlaug Erlendsdóttir, aðstoðarskólastjóri, Grindavík
Viðar Jónsson, skólastjóri, Fáskrúðsfirði

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar