Þrjár sóttu um stöðu skólastjóra Egilsstaðaskóla

Þrír starfsmenn Egilsstaðaskóla sóttu um stöðu skólastjóra sem auglýst var laus til umsóknar fyrir skemmstu. Sigurlaug Jónasdóttir, sem stýrt hefur skólanum undanfarin ár lætur af störfum eftir yfirstandandi skólaár.


Í auglýsingu er gerð krafa um grunnskólakennaramenntun og reynslu af stjórnun auk færni í mannlegum samskiptum, skipulagshæfni og frumkvæði. Framhaldsmenntun er æskileg.

Í skólanum eru nú um 360 nemendur og um 60 starfsmenn. Skólinn er þar sagður mannaður réttindafólki í öllum stöðum.

Umsóknarfrestur rann út 7. apríl síðastliðinn og bárust þrjár umsóknir. Umsækjendur eru:

Birna Björk Reynisdóttir, umsjónarkennari við Egilsstaðaskóla
Sigríður Ruth Magnúsdóttir, aðstoðarskólastjóri við Egilsstaðaskóla
Sigurbjörg Hvönn Kristjánsdóttir, deildarstjóri í Egilsstaðaskóla

 

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.