Þrjár umsóknir um tvær skólastjórastöður

Þrjár umsóknir bárust um tvær stöður skólastjóra við austfirskra grunnskóla sem auglýstar voru lausar nýverið.

Í Fellaskóla á Fljótsdalshéraði var Þórhalla Sigmundsdóttir, kennari á Hellu, eini umsækjandinn. Sverrir Gestsson skólastjóri lætur þar af störfum fyrir næsta skólaár.

Tvö sóttu um stöðu skólastjóra Nesskóla í Neskaupstað. Annars vegar Eysteinn Þór Kristinsson deildarstjóri við skólann og hins vegar Ásta Stefanía Svavarsdóttir, aðstoðarskólastjóri á Eskifirði.

Um 220 nemendur eru í Nesskóla sem einnig er með útibú í Mjóafirði. Einar Már Sigurðsson hefur verið skólastjóri þar frá því á vorönn 2015.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.