Þröstur efstur hjá Miðflokknum

Þröstur Jónsson, bæjarfulltrúi, skipar oddvitasætið hjá Miðflokknum í Múlaþingi. Listi framboðsins var opinberaður um helgina.

Flokkurinn bauð í fyrsta sinn fram í sveitarstjórnarkosningunum 2018 og fékk þá einn bæjarfulltrúa kjörinn og hélt honum þegar kosið var aftur í nýsameinuðu sveitarfélagi 2020.

Listinn er svohljóðandi:

1. Þröstur Jónsson, rafmagnsverkfræðingur
2. Hannes Karl Hilmarsson, afgreiðslustjóri
3. Örn Bergmann Jónsson, athafnamaður
4. Björn Ármann Ólafsson, skógarbóndi
5. Þórlaug Alda Gunnarsdóttir, fulltrúi
6. Snorri Jónsson, verkstjóri
7. Sigurður Ragnarsson, framkvæmdastjóri
8. Gestur Bergmann Gestson, landbúnaðarverkamaður
9. Halla Sigrún Sveinbjörnsdóttir, tæknistjóri
10. Guðjón Sigurðsson, löndunarstjóri
11. Benedikt Vilhjálmsson Warén, rafeindavirkjameistari
12. Ingibjörg Kristín B Gestsdóttir, verslunarstóri
13. Stefán Scheving Einarsson, verkamaður
14. Viðar Gunnlaugur Hauksson, framkvæmdastjóri
15. Grétar Heimir Helgason, rafvirki
16. Sveinn Vilberg Stefánsson, bóndi
17. Broddi Bjarni Bjarnason, pípulagningameistari
18. Rúnar Sigurðsson, rafvirkjameistari
19. Ingjaldur Ragnarsson, flugvallarstarfsmaður
20. Sunna Þórarinsdóttir, eldri borgari
21. Sigurbjörn Heiðdal, forstöðum. áhaldahúss
22. Pétur Guðvarðsson, garðyrkjumaður

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar