Þyrla gæslunnar sótti slasaðan skipverja

Áhöfn TF-Eir, þyrlu Landhelgisgæslunnar, sótti í morgun slasaðan skipverja um borð í frystitogara úti fyrir Austfjörðum.

Í tilkynningu gæslunnar kemur fram að skipstjóri togarans hafi haft samband við stjórnstöð Landhelgisgæslunnar og óskað eftir aðstoð vegna slasaðs skipverja.

Togarinn var þá staddur var 40 sjómílur austur af Norðfjarðarhorni, en fjöldi báta er þar að veiðum.

Eftir samráð við þyrlulækni hafi áhöfn þyrlunnar verið kölluð út. Þyrlan var komin að skipinu um klukkan átta í morgun og hífði manninn um borð.

Flogið var með hann í Egilsstaði og lent á flugvellinum þar klukkan níu. Þar beið sjúkraflugvél Mýflugs sem kom manninum undir læknishendur í Reykjavík.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar