Tilboð í sorphirðu og förgun opnuð í Fjarðabyggð
Á heimasíðu Fjarðabyggðar kemur fram að í síðustu viku voru opnuð tilboð í verkið „Sorpstöð Fjarðabyggðar – sorphirða og sorpförgun “. Kostnaðaráætlun verksins var kr. 88.700.000. Þrjú aðaltilboð og tvö frávikstilboð bárust í verkið. Frávikstilboðin voru frá Gámaþjónustunni og Íslenska Gámafélaginu, og voru bæði talsvert undir hefðbundnum tilboðum. Lægsta tilboðið án frávika átti Íslenska Gámafélagið, það hljóðaði uppá 76,5 milljónir.
Tilboðin voru sem hér segir:
Gámaþjónustan 81.451.761 kr, 91,2 % af kostnaðaráætlun
Gámaþjónustan, frávikstilboð 73.383.549 kr, 82,7 % af kostnaðaráætlun
Íslenska Gámafélagið 69.888.840 kr, 78,8 % af kostnaðaráætlun
Íslenska Gámafélagið 76.564.530 kr, 86 % af kostnaðaráætlun
Tandraberg ehf. 135.612.004 kr, 153 % af kostnaðaráætlun
Tilboð verða í framhaldinu yfirfarin og lögð fram til umhverfis- og skipulagsnefndar áður heldur en samningur við verktaka fær endanlega afgreiðslu í bæjarráði.