Tjörvi Hrafnkels í ársleyfi frá bæjarstjórn

tjorvi_hrafnkelsson.jpgTjörvi Hrafnkelsson, bæjarfulltrúi L-lista Héraðslistans á Fljótsdalshéraði, er farinn í árs leyfi frá bæjarstjórn og nefndum Fljótsdalshéraðs vegna anna í vinnu. Ragnhildur Rós Indriðadóttir tekur sæti hans.

 

Tjörva var veitt leyfið á seinasta fundi bæjarstjórnar. Hann verður í leyfi sem aðalmaður í bæjarstjórn og fræðslunefnd og varamaður í bæjarráði frá 22. september til 15. ágúst. Í samtali við Agl.is staðfesti Tjörvi að leyfið væri veitt vegna anna í vinnu en Tjörvi er einn af forsvarsmönnum hugbúnaðarfyrirtækisins AN lausna.

Ragnhildur Rós Indriðadóttir tekur sæti hans í bæjarstjórn og fræðslunefnd. Árni Kristinsson verður varamaður í bæjarráði.  

Fleiri breytingar voru samþykktar á nefndasetu á Fljótsdalshéraði á fundinum. Árni Ólason kemur inn í stað Skúla Björnssonar sem varamaður í fræðslunefnd á vegum L-listans og Heiður Vigfúsdóttir verður varamaður í menningar- og íþróttanefnd í stað Hafdísar Erlu Bogadóttur fyrir B-lista.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.