Tökur fyrir Ófærð 3 á Seyðisfirði í dag

Nokkrir Seyðfirðingar verða aukaleikarar í atriðum í næstu þáttaröðinni af Ófærð eða Ófærð 3 í dag. Tökulið frá sjónvarpinu er á Seyðisfirði núna við tökur.

 

Auglýst var eftir aukaleikurum í morgun og tókst fljótlega að manna þær stöður sem voru í boði.

Ástæða þess að auglýst var eftir fólki, eða „statistum“, með svo skömmum fyrirvara var sú að fólk frá Egilsstöðum sem hafði boðað komu sína í þessi aukahlutverk komst ekki.

Þátturinn sem tekinn verður að hluta til upp á Seyðisfirði í dag verður sýndur í sjónvarpinu í vor.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar