Tólf sóttu um bæjarstjóra Seyðisfjarðar
Alls bárust tólf umsóknir um stöðu bæjarstjóra Seyðisfjarðarkaupstaðar. Á listanum eru fjórar konur og átta karlar.Nýr meirihluti Seyðisfjarðar ákvað að auglýsa eftir nýjum bæjarstjóra en Vilhjálmur Jónsson hefur gegnt starfinu frá 2011. Vilhjálmur hefur jafnframt verið oddviti Framsóknarflokksins í bæjarstjórn en flokkurinn tapaði umtalsverðu fylgi í vor sem varð til þess að meirihlutinn féll. Hann gegnir hins vegar starfinu þar til arftaki hefur verið ráðinn.
Í auglýsingu er farið fram á leiðtogahæfni, hæfni í mannlegum samskiptum, jákvæðni, skipulagshæfni, metnaði auk reynslu af stjórnun, stefnumótun og rekstri. Þekking og reynsla á opinberri stjórnsýslu er talin æskileg sem og háskólamenntun sem nýtist í starfi.
Umsóknarfrestur rann út á föstudag. Umsækjendur eru:
Aðalheiður Borgþórsdóttir, verkefnastjóri, Seyðisfirði
Arnbjörg Sveinsdóttir, framkvæmdastjóri, Seyðisfirði
Gísli Halldór Halldórsson, fyrrverandi bæjarstjóri, Ísafirði
Guðrún Lilja Magnúsdóttir, framleiðandi, Egilsstöðum
Jóhann Freyr Aðalsteinsson, tollasérfræðingur, Osló, Noregi
Jón Kristinn Jónsson, sölu- og markaðsráðgjafi, Hafnarfirði
Kristín Amalía Atladóttir, framkvæmdastjóri, Egilsstöðum
Ólafur Hr. Sigurðsson, kennari og fyrrverandi bæjarstjóri Seyðisfirði
Snorri Emilsson, leikstjóri, Seyðisfirði
Sveinn Enok Jóhannsson, sölustjóri og söngvari, Reykjanesbæ
Tryggvi Harðarson, fyrrverandi bæjarstjóri, Reykjavík
Þorvaldur Davíð Kristjánsson, leikari, Reykjavík