Skip to main content

Torgið úrskurðað gjaldþrota

FréttirThis email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.Fyrst birt 10. jan 2013 11:39Uppfært 08. jan 2016 19:23

neistaflug_flugeldar.jpg
Torgið ehf. sem meðal annars rak skemmtistaðinn Rauða torgið í Neskaupstað hefur verið úrskurðað gjaldþrota.

Félagið var stofnað í nóvember 2010 og rak skemmtistaðinn auk þess að standa fyrir skemmtunum á Eskifirði. Héraðsdómur Austurlands úrskurðaði fyrirtækið gjaldþrota viku fyrir jól.

Í Austurglugganum í apríl 2011 var haft eftir framkvæmdastjóra staðarins að viðtökurnar við staðnum hefðu verið „alveg meiriháttar“ og skemmtanamarkaðurinn í Neskaupstað „greinilega á uppleið.“