Torgið úrskurðað gjaldþrota
Torgið ehf. sem meðal annars rak skemmtistaðinn Rauða torgið í Neskaupstað hefur verið úrskurðað gjaldþrota.
Félagið var stofnað í nóvember 2010 og rak skemmtistaðinn auk þess að standa fyrir skemmtunum á Eskifirði. Héraðsdómur Austurlands úrskurðaði fyrirtækið gjaldþrota viku fyrir jól.
Í Austurglugganum í apríl 2011 var haft eftir framkvæmdastjóra staðarins að viðtökurnar við staðnum hefðu verið „alveg meiriháttar“ og skemmtanamarkaðurinn í Neskaupstað „greinilega á uppleið.“