Torgið úrskurðað gjaldþrota

neistaflug_flugeldar.jpg
Torgið ehf. sem meðal annars rak skemmtistaðinn Rauða torgið í Neskaupstað hefur verið úrskurðað gjaldþrota.

Félagið var stofnað í nóvember 2010 og rak skemmtistaðinn auk þess að standa fyrir skemmtunum á Eskifirði. Héraðsdómur Austurlands úrskurðaði fyrirtækið gjaldþrota viku fyrir jól.

Í Austurglugganum í apríl 2011 var haft eftir framkvæmdastjóra staðarins að viðtökurnar við staðnum hefðu verið „alveg meiriháttar“ og skemmtanamarkaðurinn í Neskaupstað „greinilega á uppleið.“

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.