Skip to main content

Tryggvi Þór vill fyrsta sætið

FréttirThis email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.Fyrst birt 15. okt 2012 12:35Uppfært 08. jan 2016 19:23

tryggvi_thor.jpg
Tryggvi Þór Herbertsson, þingmaður, hefur ákveðið að gefa kost á sér í oddvitasæti Sjálfstæðisflokksins í Norðausturkjördæmi. Hann býður sig fram gegn sitjandi oddvita, Kristjáni Þór Júlíussyni.

Tryggvi Þór tilkynnti um ákvörðun sína á kjördæmisráðsfundi Sjálfstæðisflokksins í Norðausturkjördæmi. Tryggvi Þór, sem er með doktorspróf í hagfræði, settist á þing árið 2009 en hann er alinn upp á Norðfirði. Hann var í öðru sæti á listanum fyrir þær kosningar.

Kosið verður um uppröðun á listann í prófkjöri í janúar.