Óttar Steinn íþróttamaður Hattar

hottur_ithrottamenn_2011.jpgÓttar Steinn Magnússon, fyrirliði karlaliðs Hattar í knattspyrnu, var valinn íþróttamaður Hattar árið 2011 á þrettándagleði félagsins á föstudagskvöld. Félagið verðlaunaði fleiri íþróttamenn við sama tækifæri.

 

Óttar hefur verið lykilmaður sem miðvörður Hattarliðins síðustu ár. Síðasta ár var hann fyrirliði og spilaði stórt hlutverk þegar liðið vann sig upp í 1. deild. Í umsögn um hann segir að hann hafi mætt einna best á æfingar og sýni að reglubundnu líferni og góðri ástundun sé hægt að ná langt sem íþróttamaður. Hann hefur unnið gott starf utan vallar sem innan.

Davíð Þór Sigurðarson, formaður Hattar, var ánægður með þrettándagleðina sem félagið heldur á Egilsstöðum í samvinnu við sveitarfélagið Fljótsdalshérað. Metaðsókn hafi verið á hana.

Við þetta sama tækifæri var Héraðs- og Borgarfjarðardeild Rauða kross Íslands afhentur 200.000 króna styrkur en fénu var safnað í lok desember í sýningarleik milli knattspyrnu- og körfuknattleiksliða félagsins.

Deildir Hattar verðlaunuðu sína íþróttamenn fyrir árið. Þeir voru sem hér segir:

Blakmaður: Særún Kristín Sævarsdóttir
Fimleikamaður: Alexandra Sigurdórsdóttir
Frjálsíþróttamaður: Örvar Þór Guðnason
Knattspyrnumaður: Óttar Steinn Magnússon
Körfuboltamaður: Eysteinn Bjarni Ævarsson
Sundmaður: Jóhanna Malen Skúladóttir

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar