Tíu sagt upp hjá HSA á morgun

hsalogo.gifTíu starfsmönnum Heilbrigðisstofnunar Austurlands verður sagt upp á morgun. Ástæðan er kröfur um rúmlega 100 milljóna króna sparnað.

 

Þetta kom fram í kvöldfréttum Ríkisútvarpsins í kvöld. Þar var haft eftir Einari Rafni Haraldssyni, framkvæmdastjóra stofnunarinnar, að skertum fjárheimildum yrði ekki mætt öðruvísi en með fækkun starfsmanna.

Hann staðfesti að um tíu starfsmönnum yrði sagt upp á morgun. Launakostnaður er um 80% af rekstrarkostnaði stofnunarinnar.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar