Skip to main content

Tundurdufli eytt á Héraðssandi: Myndband

FréttirThis email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.Fyrst birt 10. jan 2012 00:18Uppfært 08. jan 2016 19:22

tundurdufl_lhg.jpgSprengjusveit Landhelgisgæslunnar eyddi á föstudag tundurdufli frá síðari heimsstyrjöld sem kom í ljós við Selfljótsós á Héraðssandi.

 

Um var að ræða eitt dufl með sprengiefni. Því var eytt á staðnum með dínamíti og plastsprengiefni. Í frétt á vef Landhelgisgæslunnar segir að tundurdufl geti varðveist vel í sandi séu þau alveg grafin niður en komi upp á yfirborið við breytingar í sandinum. Þau geta horfið fljótt aftur og því er mikilvægt að láta vita af duflunum strax þannig hægt sé að eyða þeim.

Landhelgisgæslan hefur gert um 5000 tundurdufl óvirk af þeim rúmlega 100 þúsund sem Bretar lögðu úti fyrir Austfjörðum í seinni heimstyrjöldinni. Áttu duflin að loka siglingaleið þýskra kafbáta út á Atlantshafið.

Mynd og myndband: Landhelgisgæslan

Untitled from Landhelgisgaeslan on Vimeo.