Skip to main content

Tvö skemmtiferðaskip til Djúpavogs

FréttirThis email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.Fyrst birt 08. ágú 2011 09:45Uppfært 08. jan 2016 19:22

djupivogur.jpgÁætlað er að um tvö þúsund farþegar af um tveimur skemmtiferðaskipum hafi komið til Djúpavogs í seinustu viku. Ekki er von á fleiri skipum þangað þetta sumarið.

 

Bæði skipin eru í eigu Holland America Line. Fyrra skipið var Ms. Prinsendam. Það er um 37 þúsund brúttótonn að stærð og farþegar um 800.

Seinna skipið var Ms.Maasendam, sem tvisvar áður hefur komið til Djúpavogs. Með því komu um 1.200 farþegar og 600 manna áhöfn.

Í frétt á vef Djúpavogshrepps segir að mikið samstarf sé milli sveitarfélagsins og nágrannanna í Hornafirði um móttöku skemmtiferðaskipa. Tekið er á móti skipunum á Djúpavogi en boðið upp á útsýnisferðir, til dæmis í Jökulsárlón. Sigling í Papey hefur einnig verið vinsæl.