Skip to main content

Tveir Austfirðingar í stjórn Bjartrar framtíðar

FréttirThis email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.Fyrst birt 04. feb 2012 21:51Uppfært 08. jan 2016 19:22

elvar_jonsson2.jpgTveir bæjarfulltrúar úr Fjarðabyggð eru meðal þeirra fjörutíu einstaklinga sem skipa stjórn hins nýja stjórnmálaflokks, Bjartrar framtíðar, sem stofnaður var formlega í dag.

 

Það eru fulltrúar Fjarðalistans, Elvar Jónsson og Stefán Már Guðmundsson sem eru fulltrúar Austfirðinga í stjórninni. Elvar er aðalmaður í bæjarstjórn en Stefán Már varabæjarfulltrúi og hafa verið það frá sveitarstjórnarkosningunum 2010.

Þetta kemur fram í frétt Eyjunnar um aðalfundinn. Í stjórninni eru áberandi fyrrum framamenn í Framsóknarflokknum og Besta flokknum í borgarstjórn Reykjavíkur.