Tveir bílar út af í gær

Tveir bílar eru ónýtir eftir sitt hvor útafaksturinn í umdæmi lögreglunnar á Austurlandi gær. Þeir sem voru í bílunum sluppu í báðum tilfellum með minniháttarmeiðsli.

Fyrri bíllinn fór út af á Fagradal seinni partinn í gær. Ökumaður var einn í bílnum og var fluttur til aðhlynningar á sjúkrahúsinu í Neskaupstað en meiðsli hans voru minniháttar.

Seinna óhappið varð á Öxi í gærkvöldi. Þar voru á ferðinni tveir erlendis ferðamenn. Þeir komu sér sjálfir úr bílnum og voru meiðsli þeirra einnig smávægileg.

Þær upplýsingar fengust hjá lögreglu í morgun að tildrög beggja óhappanna séu í rannsókn.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.