Tveir bátar strand við Austfirði á einum sólarhring
Fréttir • This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. • Fyrst birt 22. nóv 2011 09:46 • Uppfært 08. jan 2016 19:22
Fiskibátur með fjórum um borð strandaði í Stöðvarfirði upp úr miðnætti í
nótt. Ekki tókst að ná honum á flot í nótt en það verður reynt í dag.
Annar bátur strandaði í Fáskrúðfirði seinni partinn í gær.
Rétt fyrir klukkan eitt í nótt fengu björgunarsveitir á Austurlandi útkall vegna bátsins sem strandaði í Stöðvarfirði. Sá er 15 metra langur og fjórir voru um borð. Svo nærri landi var báturinn að skipverjar gátu næstum stokkið í land.
Ekki tókst að ná bátnum á flot í nótt en aftur verður reynt um hádegi í dag. Björgunarskip og –bátar Landsbjargar voru á strandstað í nótt til eftirlits.
Rétt fyrir klukkan sex í gær barst beiðni um aðstoð frá fjögurra tonna fiskibát sem strandaður var í sunnanverðum Fáskrúðsfirði. Báturinn losnaði af strandstað skömmu síðar og gat siglt fyrir eigin vélarafli. Hafdís, björgunarbátur Landsbjargar á Fáskrúðsfirði, kom fljótlega að bátnum og fylgdi honum til hafnar.
Ekki tókst að ná bátnum á flot í nótt en aftur verður reynt um hádegi í dag. Björgunarskip og –bátar Landsbjargar voru á strandstað í nótt til eftirlits.
Rétt fyrir klukkan sex í gær barst beiðni um aðstoð frá fjögurra tonna fiskibát sem strandaður var í sunnanverðum Fáskrúðsfirði. Báturinn losnaði af strandstað skömmu síðar og gat siglt fyrir eigin vélarafli. Hafdís, björgunarbátur Landsbjargar á Fáskrúðsfirði, kom fljótlega að bátnum og fylgdi honum til hafnar.