Tveir bátar strand við Austfirði á einum sólarhring

stodvarfjordur2.jpgFiskibátur með fjórum um borð strandaði í Stöðvarfirði upp úr miðnætti í nótt. Ekki tókst að ná honum á flot í nótt en það verður reynt í dag. Annar bátur strandaði í Fáskrúðfirði seinni partinn í gær.

Rétt fyrir klukkan eitt í nótt fengu björgunarsveitir á Austurlandi útkall vegna bátsins sem strandaði í Stöðvarfirði. Sá er 15 metra langur og fjórir voru um borð. Svo nærri landi var báturinn að skipverjar gátu næstum stokkið í land.

Ekki tókst að ná bátnum á flot í nótt en aftur verður reynt um hádegi í dag. Björgunarskip og –bátar Landsbjargar voru á strandstað í nótt til eftirlits.

Rétt fyrir klukkan sex í gær barst beiðni um aðstoð frá fjögurra tonna fiskibát sem strandaður var í sunnanverðum Fáskrúðsfirði. Báturinn losnaði af strandstað skömmu síðar og gat siglt fyrir eigin vélarafli. Hafdís, björgunarbátur Landsbjargar á Fáskrúðsfirði, kom fljótlega að bátnum og fylgdi honum til hafnar.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar