Tveir hæstu styrkir úr framkvæmdasjóð ferðamanna til Austurlands
Alls fengu tvö verkefni á Austurlandi 239 milljónir króna úr Framkvæmdasjóði ferðamannastaða við úthlutun sjóðsins fyrir helgi.
Verkefnin sem um ræðir er annars vegar Baugur Bjólfs sem er útsýnispallur fyrir ofan Seyðisfjörð en það hlaut 158 milljónir króna úr sjóðnum nú. Aðrar 72 milljónir fara til að efla náttúruvernd og öryggi ferðafólks við Stuðlagil. Alls er hlutur austfirsku verkefnanna 43 prósent allrar úthlutunar að þessu sinni en 550 milljónum króna var í heild deilt út.
Framkvæmdasjóðnum er ætlað að stuðla að hvers kyns uppbyggingu, viðhaldi og verndun ferðamannastaða og leiða um land allt og þar með styðja þróun ferðaþjónustu sem mikilvægrar og sjálfbærrar stoðar í íslensku atvinnulífi.