Tveir í gæsluvarðhald fyrir fíkniefnasmygl með Norrænu

Tveir erlendir karlmenn voru í gær úrskurðaðir í tveggja vikna gæsluvarðhald fyrir að reyna að smygla miklu magni af sterkum fíkniefnum til landsins með Norrænu á fimmtudag.

Samkvæmt frétt Mbl.is fundust 45 kíló af amfetamíni og kókaíni falin í bifreið mannanna við komuna til landsins. Talið er að um verðmætasta farm fíkniefna sem komið hefur til landsins sé að ræða.

Bifreið mannanna var skoðuð eftir að fíkniefnahundur lögreglunnar lét vita að hún væri áhugaverð.

Mennirnir voru báðir fluttir suður til Reykjavíkur í gærkvöldi með flugi. Í tilkynningu lögreglunnar á Austurlandi segir að rannsókn málsins sé á viðkvæmu stigi og ekki frekari upplýsingar veittar að svo stöddu.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.