Um 40 bílar fastir á Háreksstaðaleið

Björgunarsveitir frá Jökuldal, Vopnafirði og Mývatni aðstoða vinna nú að því að greiða úr flækju á Háreksstaðaleið þar sem á fjórða tug ökutækja sitja föst í snjó.


„Aðalmálið eru litlir bílar sem sitja fastir þannig að ekki verður til pláss fyrir bæði ruðningstæki og bílana á veginum,“ segir Jón Sigurðsson, formaður björgunarsveitarinnar Vopna.

Verst er ástandið í Jökulkinn þar sem komið er út úr Langadalnum á leiðinni norður. „Það er ekkert að færi þannig en veðrið leiðinleg og ökumenn sem ekki eru vanir þessum aðstæðum vara sig ekki á driftunum og lenda í vandræðum.“

Veðrið er að skána og sagðist Jón í samtali við Austurfrétt vonast til að ástandið lagaðist fljótlega. Björgunarsveitirnar reyna að koma smábílunum frá þannig að hægt sé að ryðja.

Bílalestinni verður síðan fylgt til Mývatns eða niður í Jökuldal, eftir því hvert ferðinni er heitið.

Veður í byggð er ágætt en úrkoma og vindur á fjallvegum veldur vandræðum. Ófært hefur verið til Borgarfjarðar og Seyðisfjarðar í dag.

Mynd: Nikulás Bragason

 

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.